sunnudagur, apríl 15, 2012

Ungur hlaut ég yndisarfLíkt og flestum er kunnugt er V.Í.N. félag mikila hefða. Ein þessara hefða, sem Magnús frá Blöndudal startaði um árið, er að skunda á Snæfellsjökull á sumardaginn fyrsta (með einhverjum undantekningum þó) og nú er sumardagurinn fyrsti þetta árið bara rétt handan við hornið með sínum venjum og hefðum.
Þrátt fyrir að skíðadeildin sé mjög venjuföst þá ætlar hún að koma með breytingatillögu þetta árið og leggja það til að Snæfellsjökli verði skipt út þetta árið. Nú þegar eldsneytisverð verð fer síhækkandi með hverjum deginum er það talið þjóðráð þetta árið að halda á Botnsúlur n.t.t Vestursúlu komandi fimmtudag. Skinna þar upp og renna sér síðan niður.
Ef af verður þá er skundað úr bænum hæfilega snemma að morgni sumardagins fyrsta og komið heim á þokkalega kristnum tíma til baka. Ekkert tjald fyrir þá sem það óttast og svona hæfilega langt frá borginni ef einhverjir skyldu ennþá vera haldnir öræfaóttanum.
En allavega þá málið nú sett í nemd og orðið er laust

Kv
Skíðadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!