þriðjudagur, apríl 10, 2012

High Adventure

Bara svona rétt að minna á þetta:

Velkomin(n) á fyrirlesturinn High Adventure með ævintýrakonunni Renötu Chlumska á vegum Félags Íslenskra FjallaLækna (FÍFL) og 66°NORÐUR í Háskólabíói miðvikudaginn 11. apríl 2012.

Renata Chlumska er 39 ára þriggja barna móðir sem hefur verið útnefnd af Outdore Magazine sem ein af fremstu ævintýrakonum heims. Hún var fyrst sænskra kvenna að ná tindi Everestfjalls og hefur lagt að baki fjölda annarra tinda, m.a. Shishapangma (8006 m) án viðbótarsúrefnis. Afrek hennar eru ekki bundin við fjallgöngur heldur ná einnig til hjólreiða og siglinga, til dæmis hjólaði hún frá Nepal til Stokkhólms á 4 mánuðum. Árið 2005 hjólaði hún og reri á kajak yfir 48 ríki Bandaríkjanna en ferðin tók næstum eitt og hálft ár og voru þá 18.500 km að baki. Næsta haust verður hún fyrsta sænska konan til að ferðast út í geiminn.

Á undan fyrirlestri Renötu munu FÍFLin Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson segja stuttlega frá nokkrum háfjallaperlum Íslands, m.a. göngu á Miðfellstind, Snækoll og Kverkfjöll.

Einnig verður stutt kynning á nokkrum nýjungum frá 66°NORÐUR, þar á meðal verðlaunajakkanum Snæfelli og valdar flíkur verða seldar á staðnum með sérkjörum.

Allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!