mánudagur, apríl 09, 2012

Páskar 2012



Eins og kom fram hér þá var ætlunin hjá okkur hjónaleysunum að fara norður í land um nú nýliðna páska. En það eru:

Stebbi Twist
Krunka

Skemmst er frá því að segja að það tókst að komast norður.
En vegna fermingar í fjölskyldunni þá var ekki farið úr borg óttans fyrr en á flöskudeginum langa og þá var haldið í Tindastóll þar sem skíðað var í ca 3.tíma. Eftir að skíðadegi lauk var haldið í Varmahlíð þar sem var búið að bóka gistingu í bústað. Þar var tjillað, grillað, skellt sér í ,,náttúru"laug og almennt afslappelsi.
Svo á laugardag var haldið áfram yfir Öxnadalsheiði og yfir í höfuðstað norðurlands. Þann dag fór bara Litli Stebbalingurinn á gönguskíði í brautinni í Hlíðarfjalli. Um kveldið var svo mælt mót við heiðurshjúin VJ og HT. Síðar var svo haldið á tónleika þar sem enginn annar en Strandamaðurinn sterki bætist í hópinn. Feikna fjör þar og gaman að hitta drengina og sötra aðeins öl með þeim heiðursmönnum.
Á páskadag var svo farið upp í fjall, þegar þokunni létti eftir hádegi, þar vorum við ásamt 200 öðrum skíðamönnum og því fáir að þvælast fyrir manni í vorfærinu.
Í dag annan í páskum var svo bara haldið heim á leið.
Hafi einhver áhuga má sjá myndir frá helginni hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!