þriðjudagur, mars 02, 2010
Á slóðum Bergþórs
Vart kemur það neinum á óvart lengur að einhverjir V.Í.N.-verjar fóru í núbbaferð með Flubbunum um síðustu helgi. Að þessu sinni var aftur haldið í skíðaferð en að vísu var Bjørn Dæhlie tekinn á þetta þessa helgina og skundað um á gönguskíðum. Eins og kom fram hér á undan var heldur fámennt af V.Í.N.-liðum en þar voru
Stebbi Twist
Krunka
Okkur var hent út á Bláfellshálsi á flöskudagskveldinu og rennt sér að vestan hlíðum Geldingafell eða Afkynjunarfell og slegið þar upp tjaldbúðum. Á laugardeginum var farið vestur fyrir áður nefnd Geldingafell og niður af Skálpanesi að Hvítarvatni. Yfir vatnið og gist í Karlsdrætti. Á sunnudeginum var haldið aftur yfir vatnið og m.a ein fyrstu hjálparæfing tekin þar sem einn datt í vök og þurfti aðhlyningar og inn í því var að sjálfsögðu bleygja. Við vorum svo pikkuð upp aftur á Bláfellshálsi en farið var austan megin við Geldingafellið að þessu sinni.
Hafi einhver skilið lesninguna og lýsinguna hér að ofan kann sá hinn sami e.t.v. að hafa áhuga á myndum frá helgina en það vil svo skemmtilega til að þær er að finna hér.
Kv
Gönguskíðadeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!