sunnudagur, mars 07, 2010
Agureyrish 2010
Það er kunnara en að frá þurfi að segja að það styttist óðum í árlega Agureyrishferð VÍN-verja og velunnara þeirra. Fyrstu menn hyggjast leggja í hann strax á miðvikudag og mun svo ört fjölga í hópnum þegar nær dregur helgi. Velflestir munu ætla akandi norður yfir heiðar, og til þess að stytta mönnum stundir á leiðinni, sem og þegar á áfangastað er komið, hefur Jarlaskáldið að vanda sett saman lítinn hljómdisk með ýmsum perlum tónlistarsögunnar, og er hægt að nálgast hann á stafrænu formi annaðhvort hér, eða hér, ef fyrri kosturinn dugar ekki til.
Annars sjáumst við bara hress í fjallinu.
Kv.
Tónlistarnemdin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!