laugardagur, mars 27, 2010

Gos og hraun



Litli Stebbalingur, ásamt nokkrum Flubbum og verðandi Flubbum, sem og einum örðum V.Í.N.-liða fóru
síðasta flöskudagskveld austur á Skóga með það fyrir stafni að kanna hvernig gönguleiðin yfir í Goðaland væri. Ekki seinna vænna enda ekki nema rúmir þrír mánuðir í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðina 2010. Til að halda í allar venjur og hefðir var að sjálfsögðu miðnæturganga í stað að fara hana rétt eftir sumarsólstöður var farið rétt eftir vorjafndægur. Skemmst er frá því að segja að gangan upp á Fúkka gekk ágætlega og fljótlega eftir Fúkka, upp á Hálsinum, blasti dýrðin við manni en að vísu hafði maður bjarman og upplýstan gosmökk fyrir framan mann allan tímann. Óhætt að fullyrða það að þetta var mögnuð sjón í myrkinu og ljósaskiptunum en ætla ekkert að reyna lýsa þessu neitt nánar. Held að fólk verði bara að upplifa þetta sjálft hafi það áhuga á slíku á annað borð. Það var svo komið niður á bílastæði við Skóga milli 1300 og 1400 á laugardeginum eftir um 15 klst gönguferð. Óhætt að segja að maður hafi verið lúinn en ansi vel sáttur við túrinn. Eiginlega bara silld því allt var manni í hag ss veður, færð, útsýni og heldur ekkert of mikið af fólki að þvælast fyrir manni nema þá helst á niðurleiðinni. Hvað sem því líður þá var þetta frábær ferð og maður á eftir að lifa á þessu amk fram að næzta gosi sem maður skoðar.
En í ókominni framtíðinni þá ætti maður að geta yljað sér við hafsjó minningina með að skoða myndir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!