sunnudagur, mars 30, 2003

Jæja þá er fyrsti jeppatúrinn á hinum mikla Hilux búinn. Farið var í Þórsmörk með Elínu og Runólfi sem var á sínum eðal bíl ... Hilux. Ferðin inneftir tókst mjög vel og kom það skemmtilega á óvart hvað það var mikill snjór þarna. Þegar inn í Bása var komið var sest að snæðingi og fenginn sér þessi eðal samlóka. Eftir mat var farið í alvöru jeppó inn í Strákagil þar sem tekið var vel á jeppanum. Haldið var þaðan heim á leið með viðkomu í Breiðiholtinu þar sem Heiðrún beið með nýbakaða köku handa þreyttum ferðalöngum og þökkum við henni fyrir það. Frábær ferð í alla staði........

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!