miðvikudagur, mars 12, 2003

Ég var að skoða myndasafn Hverfisbarsins um daginn þegar ég rakst á þessa mynd sem sýnir bjórglös. Ef betur er rýnt í myndina má sjá tvo gaura leynast á bak við bjórglösin en ég fæ ekki betur séð en að þar séu á ferðinni hvorki meiri menn né minni (einn mikill og annar minni) en ég og Blöndahlinn. Ekki minnist ég þess að hafa orðið vitni af myndatöku þessari en það leynir sér ekki að við skemmtum okkur konunglega.
Lifið í blautu brauði en ekki þurru!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!