laugardagur, mars 08, 2003

Var að spjalla við Frosta Eyjamann. Hann tjáði mér að við værum komin á biðlista á gistiheimili fyrir Þjóðhátíð. Hann gekk í persónulegar ábyrgðir fyrir hópnum og var tjáð að líklega yrði hliðrað til fyrir okkur. Það var pantað fyrir 6-8.manns. Þetta kemur svo allt betur í ljós í júní þegar verður farið að ganga á pantarnir fólks. Engu að síður taldi Frosti að við værum þokkalega öryggir með gistingu. Þetta gistiheimili er víst á Kirkjuvegi eða Kirkjubraut, enda skiptir það ekki höfuðmáli. Svo er bara núna að biðja veðurbænir ekki veitir af eftir reynslu síðustu Þjóðhátíðar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!