Bara til að herða enn á greddunni fyrir menningartúrinn norður á Akureyrish þá fékk ansi skemmtilegt sms frá sérlegum fréttaritara VÍN í höfuðstað Norðurlands, henni
Helgu frænku sem hýsti nokkra meðlimi VÍN fyrr í vetur þegar snjóalög og bjórbúllur voru teknar út fyrir hátíðina sem senn fer hönd og innihaldið er eitthvað á þessa leið (með smá kryddi frá mér):
"geðveik púðursnjókoma og brjálað skíðafæri. Kveðja úr leikfangalandi" og þess skal getið að ég er ekki að krydda mikið
Svo til að menn hemji slefið ekki þá á víst að vera snjókoma fram eftir vikunni og svo breytileg átt.....fuss og svei hvað þetta
verður gaman!!!!
Góðar stundir
P.s. hún nefndi það líka, eftir að ég tjáði henni að henn væri boðið í partý hjá okkur um helgina, að það væri fínt þar sem hún hefði nánast ekki smakkað það alveg síðan hún fór norður NEMA ÞEGAR VIÐ VORUM Í HEIMSÓKN FYRR Í VETUR ................ ég held að það sér reyndar bara tilviljun...........eða ekki!!!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!