miðvikudagur, mars 05, 2003

Ég flyt hér með þau tíðindi er mér bárust til eyrna í gærkvöldi. Það er ástæða til að kætast yfir því að Vífill (annar meðlimur hins geysiöfluga liðs V-Power) hefur fengið íbúð á Akureyri helgina 13.-16. mars, nánar tiltekið sömu helgi og við höfum sett stefnu okkar þangað. Íbúðin er þeim kostum búin að vera einungis steinsnar frá þeirri íbúð sem Gústi var búinn að taka á leigu, einungis ein íbúð á milli (greyið íbúarnir þar!). Þetta þýðir að við getum eyrnamerkt eina íbúð fyrir bólfarir og aðra fyrir hamfarir sem þýðir að letingjar geta farið að sofa þó aðrir djammi.
Góðar stundir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!