Eins og glöggir lesendur okkar eflaust vita þá er huguð bústaðaferð um komandi helgi sem Arnór hafði milligöng um að redda. Fyrst að bústaður þessi er staðsettur í Borgarfirðinum þá hugsaði jeppadeild V.Í.N. sér gott til glóðarinnar. Helgi þessi skyldi notuð í að gera aðra tilraun við Langjökull. Eins og lesendur rekur minni til þá gekk síðasta tilraun við Langjökull ekkert alltof vel. Nóg um það. Jeppadeildin vill hvetja sem flesta sem eiga eða hafa aðgang að jeppa innan V.Í.N. að skella sér með. Aðrir gestir eru líka velkomnir þó þeir séu ekki innanbúðar V.Í.N. og má þá hafa þann háttinn á að hitta okkir í Reykholti eða Húsafelli. Hvernig svo sem liggur á mönnum n.k. laugardagsmorgun. Jeppadeildin er nú svo bjartsýn að setja stefnuna í Fjallkirkju eða alla vega þó að Þursaborgum. Við verðum svo bara að sjá til hvernig gengur en um að gera að setja sér markmið. Svo er bara mæting aftur í bústaðinn við Hreiðavatn einhvern tíma eftir Langjökull og grillað skolla því svo niður með bjór, skella sér svo í pottinn og þvo af sér ferðarykið. Þetti ætti að geta verið ágætis upphitun fyrir páskaferð og komið mönnum í rétta skapið.
Ferðakveðja
Jeppadeild V.Í.N.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!