Miklar framfarir hafa orðið í myndasafni okkar VÍN-verja á netinu undanfarna daga. Ber þar helst að nefna myndasíðuna hans Togga, þar sem hann er búinn að setja inn góðan slatta af myndum sem teknar hafa verið í hinum ýmsu ferðum síðastliðin ár. Jafnframt má benda á myndasíðuna hans Arnórs þar sem finna má nokkrar myndir frá Ítalíu og Akureyri. Auk þess má finna slatta af myndum á opinberu VÍN myndasíðunni. Án efa eiga fleiri myndir eftir að bætast í safnið.
Lifið heil.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!