þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Rétt eins og glöggir lesendur hafa orðið varir við þá fór jeppadeild V.Í.N. í jeppa ferð um síðustu helgi. Jeppadeildin vil þakka Öldu fréttastjóra fyrir að koma fréttum af för okkar félaga áfram. Nóg um það. Við skulum byrja á byrjuninni.

Ég og Vignir höfðum verið alla síðustu viku að pæla að fara eitthvað þó var eitt vandamál. Við vorum bara tveir á einum bíl. Svo á fimmtudaginn var bænum okkur svarað. Á leið okkar í Bláfjöll tjáði Magnús Blöndahl mér að Svenni Ítalíufari væri að leita af mér í sambandi við jeppaferð og eftirlét Maggi mér símanum hjá Svenna. Þess má til gamans geta að Svenni er maður með viti og hefur átt alvöru jeppa þ.e. Willy´s. Þegar ég var kominn heim eftir ágætan skíðadag í Bláfjöllum var hafist við að hafa samband við Svenna. Ekki var drengurinn á því að svara mér og eftir þrjár tilraunir þá hringdi kappi til baka. Ekki var hann alveg að að kveikja á perunni hver þessi Stebbi væri en eftir smá útskýringar kom ljósið. Þarna tjáði hann mér að hann og fleiri væru að fara á Hveravelli yfir Langjökull. Þetta var samþykkt á staðnum og ekkert annað að gera nema skrúfa 38´´ undir og af stað. Maður var nýbúinn að bóna gripinn og síðan þá hafði hann staðið að mestu inni í skúr svo ekki þótti ástæða að bóna fyrir ferðina. Svo var bara að hafa samband við Vigni og hann var til svo það var ekkert til fyrirstöðu að fara í ferð.

Eftir að hafa haft samband við Sveinbjörn á föstudeginum og hann sagði mér brottfararstað og tíma var farið til Togga að sækja símann og láta strákinn kíkja aðeins á GPS-tækið. Eftir að hafa verið hjá Togga var haldið í Árbæinn að sækja Vigni. Þegar ég kem til hans var hann að pakka á fullu ásamt því að tala við Gvandala-Gústala, hann er hæfileikum búinn að geta pakkað og talað í símann á sama tíma, það virðist vera að eftir þetta samtal Gvandala-Gústala og Vignis þar sem Vignir sagðist vera á leiðinni á fjöll með mér að Gvandala-Gústala fór og setti Bronson inn í skúr og fara að gera við. Hið besta mál. Eftir að hafa sótt Vigni og bjórinn sem var allur heima hjá Vigni eða einn kassi af Viking. Nú lá leiðin í Tíkina í túninu að versla mat, það tók fljót af enda frekar staðlað allt saman. Þarna var líka notað tækifærið og talað við Svenna og var hann ekki kominn á brottfararstað sem var Esso Ártúnsholti. Þegar við Vignir komum á Esso var þar kominn floti af jeppum og bara einn amerískur, það átti eftir að breytast, þarna var tankað og einn Subway snæddur. Biggi kom fljótlega eftir að við mætum á svæðið. Svo hófst biðin eftir Svenna sem var ágætt það gaf okkur tíma til að njóta Subway í rólegheitum. Nú var loks lagt af stað út úr bænum og þá var kl:18:30 lá leið okkar á slóðir forna fullra kappa eða í Reykholt þar sem átti að hittast og tanka. Þegar við komum og fylltum Willy´s. Þarna var allur flotinn mættur. Þetta voru samtals 11 bílar og þeir saman stóðu af 1.stk Willy´s, 1.stk Econoline, 1.stk Ford Ranger, 2.stk Blazer S10 var þetta Ameríska-deildin eða Major League. Svo var það Austur-deildin eða little league það voru 3.stk Barbí, 1.stk Musso, 1.stk Toy X-Cap og svo 1.stk Toy double cap. Það var því glæsilegur floti sem yfirgaf Reykholt með stefnuna á Húsafell. Þegar við vorum kominn í Húsafell og í gegnum fellið var hafist handa við að hleypa úr og fór undirritaður niður í 5PSI til að byrja með a.m.k svo var farið að jeppast. Þess má til gamans geta að Svenni var mjög sáttur þegar ég gaf honum afnot að samkvæmisljósinu þegar hann var að hleypa úr hægra megin. svo gat hann notað ljósið og gangbrettið þegar hann var að klæða sig í betri brækur. Niðurstaðan er sú að Willy´s er heillegur og notadrjúgur. Þarna var veður hið ágætasta. Þarna á veginum, á leiðinni á Kaldadal og Geitlandsjökull, var slap en ekkert til að væla yfir. Fljótlega fór að bera á festum. Það var einn Barbí á undan mér og hann missti afturendann í krapa. Það var fallist á það að láta Willy´s kippa í hann. Ekki gekk nú að draga hann aftur á bak svo það var látið á það reyna að fara fyrir framan hann og kippa þannig í Barbí. Það gekk aðeins og hálfa bíllengd. Ég hugsa að bílstjórinn á Barbí hafi ekki viljað að Willy´s, sem nær ekki afföllunum á Barbí í verði, myndi ná sér upp með ekta amerískum hestöflum með nælon á milli og hann hafi staðið á bremsunni meðan við reyndum enda var bakpokinn hans Vignis kominn framí.. Þetta var ekkert að ganga neitt alltof vel og þá var líka Svenni búinn að stinga framendanum á Ranger niður. Siggi Gylfa kom svo á sínum Barbí og náði hinum Barbí lausum. Þegar hann var búinn að ná honum lausum gaf hann okkur nammi og var það vel þegið. Biggi kom svo og náði Svenna lausum úr viðjum krapanns. Við komumst svo ca 600 metra og þá var aðeins meira af festum. Við Vignir notuðum tækifærið og klæddum okkur betur, hleyptum meira úr og svo létum við fréttadeild vita af stöðu mála sem birtist svo skömmu síðar á netið. Þarna áttum við eftir 7,74 km að skála við jökulrætur. Ferð gekk nú ágætlega að afleggjara, yfir brúna og eitthvað lengra. Þarna fór að hvessa og skyggni að minnka. Eftir smá fund var ákveðið að halda áfram á Hveravelli og sjá hvernig gengi. Það gekk svona frekar hægt og með einhverjum festum öðru hverju. Er við áttum 1.8km ófarna var ákveðið að snúa við. Þarna sem við snerum við var Mussoinn fastur einhver Barbí var fyrir framan og snéri hann við og stakk af svo það var ekkert annað gera nema að kippa í Musso á Willy´s. Vignir var sendur út vopnaður kaðli og hann krækti á milli og Mussoinn losnaði. Þá kom upp á daginn að ekki var hægt að opna hurðina hægra megin þannig að Vignir varð að fara inn vinstra megin og yfir undirritaðann. Ekki reyndist þessi ,,bilun´´ vera alvarleg því Vignir hafði óvart læst hurðinni þegar hann fór út. Rétt eftir þetta á kom að því Willy´s var fastur. Tryggvi fór framúr og Vignir kom nælon á milli. Það varla strekktist varla á spottanum og Willy´s varð laus. Fær Tryggvi okkar þakkir fyrir þetta. Topmaður. Svenni kom svo aðeins eftir festuna hlaupandi til okkur og krafði okkur um bjór vorum við ekki lengi að bjarga því. Þrátt fyrir fögur orð þá er hann ekki búinn að borga okkur hann. Farið hefur fé betra. Svo var bara skörlt til baka. Á svipuðum slóðum og menn voru í basli á uppleiðinni var Musso vel fastur. Við reyndum okkur við hliðina á honum og meðan það var beðið eftir að 44´´ bíll kæmi að draga Mussoinn þá fór Vignir í bókasafnið í Willy´s og dró þar upp hið virta herratímarit Hustler. Þeim Musso mönnum leist afar vel á þetta hjá okkur þó fannst þeim þar til gert lesljós snilld og sagði við þetta tækifæri að slíkur útbúnaður og herratímarit yrði komið fyrir næstu ferð. Annars gekk nú niður ferð að mestu tíðindalaust fyrir sig. Alltaf er jafngaman að keyra í svona förum eins þarna voru. Nóg um það. Þegar við komum svo í Húsafell kom það á daginn að hvorugur okkar hafði hugmynd um hvar næturstaður okkar væri. Það vildi enginn svara kalli okkar á CB svo við höfðum símasamband við Bigga og biðum svo eftir þeim köppum og vorum við í samfloti að Brúarás. Þegar við komum þangað og eftir að hafa komið dótinu okkar inn setumst við niður með bjór og dorritos. Svo bauð Fríða okkur að koma yfir á þeirra borð og var það boð þegið með þökkum. Er við komum þangað yfir, var okkur boðið af þeim heiðurshjónum upp á kjúkling sem var hinn ágætasti. Þarna stóðu yfir miklar umræður um það hvort virkaði betur Barbí eða amerískt. Þó ótrúlegt megi virðast þá tók undirritaður ekki þátt í þessum kappræðum enda e.t.v eins gott. Ég er ekki frá því að þetta hafi enfdað með því að menn komust að þeirri vísindalegu niðurstöðu að Barbí og Toyota eru eins og bjúga á bikkjuleigu. Um leið og þær sjá að þær eru á heimleið þá flýta þær sér eins og þær geta þeim hlakkar nefnilega svo til að fá að bíta hey. Eitthvað virðist það vera erfitt að keyra þessa Barbí og Toy því þeir allir voru sofnaðir frekar snemma. En við í amerísku deildinni vorum sko ekki á þeim buxunum að hætta, enda nóg af bjór til og óþarfi að fara heim með og mikið. Við færðum okkur um set og fórum í Econoline eða ,,West rost´´ eins hann er víst nefndur. Þarna þurfti VIP-kort til að komast inn eða bíllykill að einum í Major League. Þarna vorum við til kl:06:30 með smá viðkomu í Bigga bíl. Þarna um nóttina gerðist svoldið sem skafl einn kemur við sögu. Það er best að hafa sem fæst orð um þetta því sumt sem við gerðum varðar lög annað var bara siðlaust.

Það var svo ræst kl:09:00 á laugardagsmorgninum. Voru menn mishressir svo ekki fastar að orði kveðið. Svo held ég að Svenni eigi súrleika þennan morguninn. Þó voru allir endurnærðir enda er það nánast frí að aka um á einum amerískum. Eftir morgunmat, morgunæfingar og morgunbæn var lagt í aðra tilraun á Langjökull. Það var rennt úr hlaði á Brúarás upp úr 10:00 á laugardagsmorgni. Gekk ferðin upp að jökli aðeins hraðar þarna heldur enn kvöldið áður. Þó var síðasti spölurinn seinfarin en gekk þó að maður hafi verið að hluta í förunum á eftir Econoline á 44´´. Upp jökulinn var farið hægt og í förum. Alltaf bætist í jeppaflóruna og voru örugglega hátt í 30 jeppar þarna. Gekk mönnum misvel enn allir fóru þó hægt yfir. Þó var gaman að hlusta á Einar skjóta á Barbí. Sagði ég svo eina sögu sem Barbí og Atcion force kemur við sögu. Þar sem börn lesa þetta og annað siðprút fólk þá ætla ég ekki að hafa þessa sögu eftir. Á einum staðnum reyndu þó menn að fara að gera sín eigin för og fór þvers og krus þarna um og gerðu stundum illt verra. Ekki fórum við langt upp jökulinn þennan daginn við snerum við þegar við vorum komnir 2,24 km upp og það á rúmum tveimur tímum. Það var meira að segja erfitt að fara niður og nokkrum tókst að festa sig. Á leiðinni niður skiptust svo förinn í tvennt og við fórum önnur þeirra svo í förunum við hliðina var einn Barbí búinn að festa sig. Hann veifaði okkur enn því miður gatum við ekki bjargað honum við við vorum fastir í förunum og ekki möguleiki að beygja úr þeim. Svo þegar ég ætlaði að bakka aðeins þá spólaði ég bara og gróf mig niður, ekki tókst mer að festa mig þarna. Gingi kom svo á Linernum og náði Barbí upp lausum. Eftir að niður var komið dældum við einhverju lofti í dekkin og sumir notuðu tækifærið og fengu sér bjór, sem er mjög gott. Eftir þetta var nú allt frekar tíðindalaust enda nánast búið að malbika niður í Húsafell. Þegar við komum niður að gatnamótunum Húsafell-Kaldidalur var stoppað dælt í dekkin og beðið eftir amerísku deildinni. Þegar þeir komu fórum við í Húsafell þar sem tæknin var eitthvað að stríða Bigga þar sem hann kom ekki loftpressunni í gang. Svo þeir þurftu að setja dekkin með 12V bensínstöðvadælu. Eftir að búið var að lofta var tekið orkuvökvi enda búið að brenna aðeins af því og ekkert að því. Eftir að Húsafell sleppti lá leiðin í Reykholt. Þar fengum við okkur pylsu og lásum fréttablaðið. Þarna kvaddist hópurinn og ég og Vignir vorum aðeins lengur því við vorum ekki búnir að fá okkar pylsu. Þegar ég var að dæla lofti í hjá mér er kallað á mig. Þar var á ferðinni Höddi spraut, sá sami og sprautaði Willy´s Thruster, var hann á leiðinni á Langjökull og til að toppa allt þá er hann kominn á Barbí. Maður hefur nú fleiri til að skjóta á, sem er mjög gott. Það er eftir var ferðar var mjög rólegt og tíðindalaust enda bara þjóðvegakeyrsla heim. Við komum svo í bæinn rúmlega 17:00 og þá var gott að taka kríu. Maður var jú að fara í ókeypis bjór um kvöldið.

P.s Hægt er að sjá myndir frá Tryggva, sem var í sama hóp og við, og hjá Björgunarsveitaherdeild Reykjavíkur en þeir voru þarna á ferðinni á sama tíma og sama stað

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!