föstudagur, febrúar 21, 2003
Jeppadeild VÍN getur greinilega ekki beðið með að láta í sér heyra. Var í þessu að fá símtal frá þeim þar sem ég var beðin um að gerast fréttaritari þeirra félaga. Þar sem ég hef nú ekki mikið að gera þetta föstudagskvöldið gat ég ekki neitað þeim um þetta og koma hér helstu fréttir af þeim. Þeir lögðu af stað úr bænum um 18.30 í góðra manna hópi á 12 bílum. Eru þeir nú búnir að aka í þessum fína krapa og ná nokkrum góðum festum og átti Svenni þá bestu hingað til. Nokkur snjór er víst ofan á krapanum. Þeir voru staddir um 5 1/2 km frá skálanum við Geitlandsjökul í suðvestan 18 - 20 m/s og skafrenningi. Hljóðið í þeim var ansi gott en þeir voru í biðstöðu þar sem bílar voru víst að rembast við einhverja brekku þarna á leiðinni. Vignir var búinn að klára 3 dollur. Ekki var það nú fleirra í bili en þeir ætluðu að hringja aftur síðar í kvöld með framhald af þessari miklu ferðasögu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!