fimmtudagur, febrúar 13, 2003

Dappparapp ...... jæja þá er hér ferðasagan sem ég veit að allir eru búnir að vera að bíða eftir.

Föstudagskvöld 7 feb kl 19:00 hittist hópurinn niðri á Flugvallarvegi. Þar var hafist handa við að græja vélsleðana í kerruna og snjóbílinn upp á vörubíl. Efitr það er farið og tankað á tækin. Síðan er haldið áleiðis að Hrauneyjum í fljúandi hálku.......sem endar með því þegar að við erum að beygja inn á planið hjá Hrauneyjum þá hendir kerran Econaline út af veginum þannig að festist svona ansi skemmtilega og það kom fallegt gat á hlið hans. Eftir það er sleðarnir teknir úr kerrunni og snjóbíllinn af vörubílnum til að leysa Linerinn......sem tókst allt mjög vel...Eftir það er keyrt áleiðis inn í Laugar í erfiðu skyggni og slæmu færi fyrir jeppa því við mættum 2 jeppahópum sem höfðu snúið við undir Frostastaðhálsi....Komið var inn í Laugar um 06-leytið.

Vaknað var frekar seint á laugardeginum eða um hádegi, var fengið sér að borða og græjurnar ræstar og haldið á æfingar dagsins......sem tókust bara með eindæmum vel. En um 17 leytið fór beltið af einu dekkinu á snjóbílnum og hófst þá að koma því á ...................................................................... sem tókst svo 4 tímum seinna. :-) Þegar við vorum á leiðinni til baka mættum við fullt af jeppum sem voru að skríða inn á sléttuna fyrir framan Laugarnar sem höfðu verið allan daginn að koma sér inneftir. Þeir þurftu að skilja 2 bíla eftir 1 patrol 38" og 1 Trooper svo var 44" Trooperin með brotinn öxul að framan eftir að draga Patrol á 38" inn í Laugar.
Þegar við komum inn í skála var hafist handa við að koma grillinu í gang, grilla lærið, baka kartöflurnar, búa til sósuna, taka til salatið og hræra ROYAL búðinginn sem var í desert....Svo ég segi ykkur það þá var þetta snilldar matur. Eftir það var tekiði 200m lella hlaup í laugina í Teva og dúnúlpu í rúmmlega hnédjúpum snjó.....Laugin SNILLD.

Sunnudagurinn byrjaði kl 09:00 fólk tók til í skálanum og kom sér út og af stað áleiðis til Rvk city.....sem var erfitt fyrir jeppana en létt fyrir snjóbíl og vorum við því í að kippa í þá og hjálpa þeim. Færið var þó betra en daginn áður...þegar við vorum komnir yfir hraunið og jepparnir héldum við bara áfram.........áleiðis að Sigöldu þar sem vörubíllinn beið okkar. Snjóbílnum hent upp á hann og af stað til Reykjavíkur.

Þetta var alveg snilldarferð í fullt af snjó, smá bilanir, góður matur og frábær laug.

Og auðvitað fylgja nokkrar myndir með þessari ferð.....Slóðinn á þær er: http://www.pbase.com/vinvinvin/fbsr__laugum

Kv. Maggi

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!