miðvikudagur, febrúar 05, 2003
Ég ásamt völdum hópi manna og kvenna brá mér á skíði í gær. Þeir sem voru með í för í þessa fræknu skíðaferð með undirritiðum voru Magnús frá Þverbrekku, Arnór Jarlaskáld og Alda, sem fulltrúi veikara kynsins. Nóg um það. Leið okkar lá upp í Bláfjöll. Sem er varla frá sögu færandi, enda ekki um marga aðra staði að velja um hér á höfuðborgarsvæðinu. Stólinn lokaður í Skálafelli og ekki mikið að skækja þangað svo sem. Þegar við komum í fjöllin um kl:18:35 var hafist handa að gera sig klárann og um leið rifjað upp þegar maður var að gera sig tilbúinn fyrir skíðaátök dagsins á Hotel Shandrani þegar við vorum stödd í Pampeago á Ítalíu fyrir skemmstu. Nú var ,,bara´´ málið að versla sér miða áður skyldi haldið í brekkurnar. Það verður að segjast það að kaupa miða reyndi mikið á þolinmæðina því það tók ,,aðeins´´ 45.min að versla eitt stk miða. Ekki veit ég hvar R-listinn fann þetta lið sem var að vinna þarna. Eins og allt annað sem úrskeiðis fer á vegum Borgarinnar þá var þetta R-listanum að kenna. Eftir að hafa greitt heilar 900 ísl.kr með bros á vör enda sá maður fyrir rennsli í brekkum Bláfjalla. Nú var ekkert annað að gera í stöðunni nema renna sér í stólinn. Stólinn var að sjálfsögðu stop þegar við komum að honum. Eftir dúk og disk komst stólinn loks í gang eftir að starfsmenn Bláfjalla komu úr kaffi. Til að stytta okkur aldur í röðinni þá veltum við því fyrir okkur afhverju í öskupunum enginn væri að renna í Kóngsgilinu. Það átti seinna eftir að útskýrast. Á leiðinni upp á þá heyrðum við einhvern ókennileg hljóð og þegar betur var að gáð kom í ljós að einhverjir brettakappar sem kunnu ekkert alltof mikið fyrir sér voru að staulast niður gilið á köntunum. Enda kom það í ljós að þarna var frekar hart enda búið að skafa snjóinn í burtu. Þegar á toppinn var komið var ekkert til fyrirstöðu að skella sér niður gilið og var það gert. Það var rennt sér af stað og svo var maður kominn í röðina aftur. Mikið hélvíti fannst manni þetta vera stutt ferð. Bara strax búinn. Þarna sá maður fyrir að ná allt að heilum þremur ferðum. Í röðinni var tekin sú örlaga ákvörðun að fara næstu ferð niður Öxlina. Við hefðum betur mátt sleppa því. Þar var ekkert nema brettalið sem kunni ekki neitt og gat ekki neitt nema renna sér á rassinum. Manni fannst margir þurfa litla brekku til þess að fljúga á rassinn. Annað var nú upp á teningnum hjá fulltrúa brettamanna hjá V.Í.N. honum Arnóri hann gat þó farið niður án þess að skera brekkuna og vera stöðugt á rassinum. Eftir að hafa brunað framúr og svigað framhjá nokkuð mörgum kappanum í brekkunni var aftur komið að röðinni í stólinn. Þarna komst Alda að þeirri niðurstöðu, er okkur var tíðrætt um getu margra í Öxlinni, að helmingurinn þarna væri unglingar sem höfðu fengið brettið í jólagjöf og voru að prufa í fyrsta skiptið. Það er kannski von eftir allt saman. Þarna sáum við jafnvel möguleika á því að fara tvær ferðir í viðbót. Við fórum gilið og svo kom að síðustu ferð þar sem við fórum líka gilið. Þar sem þetta var síðasta ferð og leið okkar lá núna í bílanna þá förum við gilið til hálfs og svo undir gillyftuna og brekkuna milli gil-og borgarlyftunar. Þarna var mjög hart eiginlega gler og það var treyst á kanntana. Þegar í borgarbrekkuna var komið var rennt sér og svo brunað niður á skála. Þegar við röltum að bílunum þá komumst við að þeirri niðurstöðu að fara í ,,after-skiing´´ á Champions. Sú hugmynd kom líka upp að kíkja á rúntinn á Hafravatn enn okkur fannst betri hugmynd að fara beint á Champions í ,,after-skiing´´. Þegar þangað var komið var að ljúka leik og pöntuðum við okkur bjór hið fyrsta og svo fengum við okkur burger, sem var hinn besti, Alda sló þar öll met og var á undan Magnúsi frá Þverbrekku að klára hamborgarann. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sé einhvern og það kvennmann klára matinn á undan Magnúsi. Þar lauk okkar fyrstu skíðaferð eftir sögulega Ítalíuferð. Sem sagt þegar öllu er á botninn hvolt þá sæmilegasta skíðaferð, það er jú alltaf gaman á skíðum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!