föstudagur, febrúar 21, 2003

Jeppadeild VÍN (sem samanstendur einungis af mér og Stebba þessa stundina) hefur sett stefnuna á Húsafell í kvöld ásamt Svenna Ítalíufara, Bigga frænda og fleiri fræknum. Áætluð brottför er um 17 núna síðdegis og farið inn í Húsafell í kvöld. Ætlunin á morgun er svo að kíkja á aðstæður við Langjökul. Það hefur heyrst af miklum krapa á svæðinu þannig að við erum ekki allt of vongóðir um að komast á jökul en við lifum í voninni. Framhald ferðarinnar ræðst svo af því hvernig aðstæðurnar á jökli verða á morgun en ef allt verður eins og best verður á kosið verður líklega tekin umferð í SL-hlaupi 2003 á Hveravöllum annaðkvöld, og ef svo fer verður það fyrsta umferð ársins. Ferðasaga er væntanleg eftir helgi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!