þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Jæja sperrið eyrun, skafið skítinn út, nuddið stírur úr augum og smellið á ykkur brillum aðdáendur Vinafélags íslenskrar náttúru til sjávar og sveita, í nálægð og fjarlægð, fortíð, nútíð og framtíð......jæja best að romsa þessu útúr sér.
Eftir nokkuð snarpar samningaumleitanir góðs félaga í VÍN við yfirmenn Osta-og smjörsölunnar auk lofgjarðar og messu guði til dýrðar (sá guð er að náttúrulega Bakkus eða Dýonísos, fer allt eftir því hvort þú fílar gríska eða rómverska goðafræði betur) er það komið á koppinn, að okkur félagsmönnum (sem að sjálfsögðu hafa greitt iðgjöld og þungaskatta (ekki nema einn sem borgar þá og það er sá sem þetta talar)) stendur til boða að njóta fallegrar náttúru, heilbrigðs fjallalofts auk dágóðs slatta af brennivíni í þar til gerðu sumarslotti örskammt frá Bifröst.
Þessi góði félagi gerir það ekki endasleppt sem endranær þegar brennivín og skemmtanir eru annars vegar og var ekkert að tvínóna við hlutinaþ Kastalanum var reddað fljótt og örugglega, svo fljótt að helgin sem um ræðir er síðasta helgin í feb. hvorki meira né minna!!! Þetta er m.ö.o. að detta í hausinn á okkur.
Nú til að gera þessa skemmtun enn bitastæðari og kynda enn meir undir slefmyndun þá er þessi 357 hektar jörð sem um ræðir, spölkorn frá honum Langjökli og eru þeir menn innan raða VÍN sem aðhyllast jeppabras og vélsleðafútt beðnir um að fara gera klára sína tilbúna fyrir misnotkun. Nú fyrir þá sem aðhyllast eigi fáksnotkun (og vilja þess í stað liggja í leti og nudda á sér belginn) er bent ám, að á staðnum er pottur, auk þess stutt í krummaskuðið sem hýsir Hyrnuna (auk snotrar sundlaugar). Þar að auki ku Hreðavatnsskáli (sem hver einasti maður með snefil af aulahúmor hefur velt fyrir sér af hverju heiti ekki HREÐJAVATNSSKÁLI) vera skammt þar frá en fréttaritari telur það ekki fýsilegan kost nema sá hinn sami vilji láta lemja sig hressilega og missa svo sem eins og eina tönn.
Sem sagt svo við tökum þetta saman hér í lokin: óvænt hátíð er í kortunum (hljómar eins og veðurstofan) og spáin er sú að þetta gæti alveg orðið fjandi gaman

Góðar stundir

p.s. Arnór hann lengi lifi húrra, húrra, húrraaaaaaaaaaaaa

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!