laugardagur, febrúar 22, 2003
Hádegisfréttir eru heldur seint á ferð en hér koma þær þó. Jeppadeildin mætti í Hvítársíðu (um 9 km frá Húsafelli) um 1.30 í nótt og var þá tekið til við drykkju. Stóðu þeir sig mjög vel í þeim bransanum eins og alltaf og hættu ekki að drekka fyrr en klukkan 6.30 í morgun. Vignir hringdi einmitt í mig rétt fyrir 6 og ætlaðist til að ég færi þá að blogga. Sökum þess að ég var nú ekki alveg með meðvitund varð ekkert úr því. Þeir félagar voru svo vaktir klukkan 9 í morgun. Menn voru mjög súrir svona snemma dags sökum drykkjunnar en komu sér þó á lappir. Sérstaklega var tekið fram að hann Svenni hefði líka verið mjög súr. Upp úr 10 var svo haldið af stað og stefnt á Langjökul. Þar voru félagarnir einmitt þegar þeir hringdu. Sól og blíða er á jöklinum og margt um bílinn, Stefán líkti þessu við Laugaveginn. Á rúmum klukkutíma eru þeir nú búnir að aka um 2,2 km sökum þungs færis. Í kvöld ætla þeir sér að vera komnir í rétt kjördæmi og fagna nýju starfi með honum Einari.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!