þriðjudagur, október 21, 2014

Stykkishólmur: Safnadagur



Jæja er ekki kominn tími á færzlu og segja loks frá fjórða degi Stykkishólmsreisu oss. Mánudagur rann upp og var hvorki bjartur né fagur. Við byrjuðum daginn á því að kíkja í smá heimsókn til skyldfólks þeirra mæðgna sem eiga nýuppgjört hús þarna í Hólminum. Svo tókum við smá göngutúr um kauptúnið. Síðar um daginn fórum við gamla fólkið í Norska húsið en þar er rekið safn, svona eins konar byggðasafn. Fyrir sögunjörðinn Stebba Twist var þetta skemmtileg heimsókn og hægt að mæla með því fyrir áhugasama. Síðan eftir tók bara við undirbúningur fyrir heimför sem gekk svo sem áfallalaust fyrir sig og litið til segja frá annað en það að alltaf er jafn leiðinlegt að keyra Mýrarnar.

En sé áhugi má skoða myndir hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!