fimmtudagur, október 23, 2014

BústaðaskreppurNú síðustu helgina í gústa eða laugardag til sunnudags var Eldri Bróðirinn svo elskulegur að bjóða okkur, ásamt fleirum sem geta talist góðkunningjar V.Í.N, en það voru Steinar og Hildur annars vegar og Viktor og Áslaug hins vega ásamt Arnari Þór.
Við renndum frekar seint í hlað en hófum bara handa við að gjöra matinn kláran og komu allir með humar í forrétt, síðan kom aðalréttur að lokum sá Áslaug og Hildur um eftirrétt. En restin af kveldinu var svo sem hefðbundið spjall og síðan fór karlpeningurinn í pottinn. Allt svo sem rólegt í góðum félagsskap.
Er vaknað var á messudag og eftir að hafa mallað egg og beikon gengum við frá sem meztu enda þurftum við að fara snemma aftur í höfuðborgina. Leitt að þurfa fjósa svona snemma en stundum er það bara svo. Við allavega kunnum Eldri Bróðirnum hinar beztu þakkir fyrir höfðinglegt boð og ekki síðri móttökur

Sé nenna og áhugi má skoða myndir hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!