fimmtudagur, október 09, 2014

Stykkishólmur: Í hólminn til að gjöra stykkin sín



Núna næzt síðustu helgina í gústa höfðu foreldrar  Krunku ásamt vinafólki boðið oss, litlu fjölskyldunni á H38, í bústað í Stykkishólmi. Ef bústað skal kalla því þetta var bara orlofsraðhús. Slíkt boð var þegið og heldum við veztur á boginn á flöskudagskveldi á Rex með tvö stk hjólhezta á kúlunni. Enda var ætlunin að taka smá hjólheztahring á laugardeginum.

Ferðin byrjaði í Úlfarárdal þar sem komið var við í tveggja ára ammæli og belgurinn fyltur með kökum og öðrum sætindum áður en haldið var út á land. Fyrsti og eini stanzinn var í Borgarnesi þar sem Rex var fylltur af óendurnýjanleguum orkugjafa til ferðarinnar. Við renndum svo í Hólminn einhverntíma um kveldið og það verður að segjast í enn eitt skipið, mikið er alltaf jafnleiðinlegt að keyra Mýrarnar, en hvað um það. Við komum okkur bara fyrir og svo varð almennt tjill með bjórsmökkun og snakkáti.

Það má skoða örfáar myndir frá þessu kveldi svo hjér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!