mánudagur, júní 30, 2014

Landið hennar LauguEins og einhverjir sjálfsagt muna voru uppi hugmyndir um að skella oss í útilegu nú um nýliðna helgi. Það voru þrír einstaklingar sem sýndu mikinn áhuga og rottuðu sig saman. Að endingu var niðurstaðan að skunda á Laugaland í Holtum. Síðan var misjafnt hvort fólk fór á flöskudagskveldinu eða á laugardag. Hér verður reynt að gjöra helginni skil með stuttri skýrzlu.

Á flöskudagskveldinu voru það tvær litlar fjölskyldur sem gerðu sér leið austur fyrir fjall. Fyrst á ferðinni voru

VJ,
HT
og Torfi Steinn
á Blondí.

Fengu þau heiðurinn að því að finna góðan spot fyrir oss. Það er alveg óhætt að fullyrða að þeim hafi tekið bara vel til. En alla vega. Eitthvað á eftir þeim fylgdu svo

Stebbi Twist,
Krunka
og Skotta
á vel pökkuðun Pollý

Eftir að búið var að koma upp tjöldum var bara hafist handa við að munda burger á grillið til að fóðra mannskapinn. Síðan tók bara við spjall og bjórsmökkun fram á nótt áður en fólk hélt til hvílu

Það var svo missnemma sem fólk fór fram úr rekkju á laugardagsmorgninum. En við tók svo bara hefðbundin morgunmess, morgunmatur og mullersæfingar. Óhætt er að segja að fólk hafi síðan bara notið þess að vera úti og slappað af í góðum félagsskap með stuttu rölti inn á milli til að skoða svæðið og jafnvel reyna aðeins að svæfa börnin.
Svo um kaffimál mætti Hólmvaðsfjölskyldan á svæðið en þar eru auðvitað á ferðinni

Maggi á móti,
Elín Rita,
Andrés Þór,
Birgir Björn
og Magnea Marta
á Cindý með Ken í eftirdragi.

 Ekki leið svo á löngu er Arnar Bergmann með allt sitt Bergmann klan renndi líka í hlað en þar voru á ferðinni

Bergmann,
Frúin,
Erfðaprinsinn,
Gosi
og Íris Anna
á Silfurrefnum með vagninn.

Þau voru líka svo skynsöm að hafa með sér aðstoðarfólk en það voru Bergmann eldri og Frú. Eftir að þau öll höfðu komið sér fyrir var skundað í sund og fljótlega eftir það hófst undirbúningur fyrir grill. Allir nutu svo matar og drykkjar í frábærum félagsskap fram eftir nóttu ásamt bjórsmakki.

Blíða var svo á messu dag og flestir reyndu bara að njóta þess sem og baka sig en kannski mismikið. Fólk helt svo heim á leið en missnemma kannski. VJ&co fóru fyrst síðan Eldri Bergmann loks um 1600 fór svo restin og endaði þannig góða generalprufu fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð um komandi helgi.
Annars er hægt að skoða myndir frá helginni hér

Kv
Útilegufólkið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!