fimmtudagur, júní 19, 2014
From The Edge Of The Deep Green Sea
Eins og sjá má hér var stefnt á að hjóla Jaðarinn í gær. Skemmst er frá því að segja að það var gjört og það með góðum árangri. Það 5 piltar sem hittust í Norðlingaholtinu nánar tiltekið á sjálfri gasstöðinni en þarna voru ferðinni:
Stebbi Twist á Cube
Maggi á móti á Gary Fisher
Sigurgeir á móti á Trek GS
VJ á sínum gamla og trausta Specialized
Bergmann á Merida.
Silfurrefurinn og Pikkalóinn hanz Sigurgeirs sáu svo um að ferja mannskapinn upp í Bláfjöll.
Já, veit kannski alveg hvernig er bezt að lýsa þessari leið að öðru leiti að þetta hafi verið tær snilld eða jafnvel bara silld. Við fengum að bragða á ýmsu þarna. Mjóum kindastigum, línuveg, einstigi, malbiki og malarstígum síðan allt þar á milli. Svo var líka drullumallað enda leiðin blaut í súldinni. En allavega frábært kveld og óhætt að fullyrða að VJ hafi verið sigurvegari kveldsins á sínum reynslumikla fák sem var nú reyndar bremsulaus og demparalaus. En allavega til að reyna koma þessu sem bezt til skila er bara skást að benda á myndir sem má skoða hér
Kv
Hjóladeildin
E.s Næzti skipulagði dagskrárliður hjóladeildar er hjólaferð í Reykjadal 2.júlí nk
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!