mánudagur, júní 23, 2014

Tími kominn á útilegusumarJæja gott fólk nú er júní næztum því búinn og amk Litli Stebbalingurinn&CO ekki enn búin að viðra tjald. Þá spyr maður bara eins og fávís kona í ölæði. ,,Er ekki kominn tími að starta útilegusumrinu 2014?"
Svei mér þá það held ég barasta. Alla vega þá hefur litla fjölskyldan á H38 sett stefnuna á utanbæjarför. Nokkur tjaldstæði hafa skotið upp í huganum t.d að Hlöðum í Hvalfirði, þá spurning um að karlpenningurinn myndi jafnvel hjólheztast Leggjabrjót á laugardegi. Laugargerði við Laugarás með Slakka í bakgarðinum. Svo ef veðurspámenn ríkzins telja að skúraleiðingar eigi að vera á suður-og vesturhluta landsins þá er smurning með eins og t.d Laugarbakka í Miðfirði nú eða Skagaströnd. Snæfellsnes kemur líka upp í hugann. Allt svo sem opið bara eina skilyrðið að Litli Stebbalingurinn hafi aldrei tjaldað þar áður eða ekki.

Kv
Útilegunemdin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!