mánudagur, febrúar 17, 2014

SkessukatlarHelgina 8-9.feb síðastliðin var verkleg kennsla í fjallamennsku 1og2 hjá FBSR í og við Skessuhorn á Skarðsheiðinni. Það vildi svo skemmtilega til að Litli Stebbalingurinn var fenginn til að vera með sýnikennzlu í nokkrum grundvallar atriðum í fjallamennsku ásamt Eyþóri sem ætti að vera V.Í.N að góðu kunnur. En alla vega var ljúft að komast í tjald og lúlla þar eina nótt (þó svo það hafi verið VE25 tjald). En ætla svo sem ekkert að hafa neitt fleiri orð um þetta nema sunnudagurinn var eins og maður segir góður dagur á fjöllum.

Hafi fólk áhuga að skoða myndir frá helginni má gjöra slíkt hjer.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!