mánudagur, febrúar 24, 2014

Á fagnámskeiði í snjóflóðumDagana 12-16 febrúar s.l brá Litli Stebbalingurinn sér norður í Svarfaðardal þó ekki á heimaslóðir þeirra Gísla, Eiríks og Helga en í nágrenni þó, heldur að Húsabakka til að sækja þar fagnámskeið í snjóflóðum á vegum björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Reyndar fengu þær Krunka og Skotta far til Agureyrish þar sem þær voru í góðu yfirlæti í Tröllagilinu á meðan.
Þetta var mjög svo áhugavert námskeið þar sem bóklegi hlutinn var á Húsabakka og verklegi fór fram í Karlsárdal. Þarna var líka Múri sem ætti að vera mörgum V.Í.N.-liðum kunnugur úr Merkurferðum fyrri ára. En hvað um það. Maður fékk að hafa skíðin meðferðis og í eftir að verklega hlutanum lauk á daginn fengum við að renna okkur niður á veg. Alltaf gaman að renna sér. Svo síðasta daginn eftir tvær snjóflóðaæfingar renndum við okkur niður af Sauðaneshnjúk og niður á veg. Það var frábært færi en skyggnið skemmdi aðeins fyrir. En snilldar utanbrautarrennsli engu að síður.

Hafi einhver nennu þá má skoða myndir frá námskeiðinu hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!