þriðjudagur, febrúar 18, 2014

Kongó: EvrópusambandsviðræðurEftir um 8 klst flug frá Kinshasa upp til Brussel var loks komið inná hótel eftir 24.klst ferðalag. En auðvitað um leið og við komum aftur í siðmenntaða heiminn þá byrjaði vesenið. Það var ekki tilbúið herbergið okkar en eftir rúmlega klst og morgunmat var okkur tilkynnt að herbergin væru klár. Maður stökk upp á herbergi og var að gjöra sig klárann fyrir kríu en áður til þess kom þá þurfti maður aðeins að smakka á belgískum varningi. En krían var ljúf. Eftir góðan lúr hittumst við aftur og tókum nú stefnuna niður í bæ og að sjálfsögðu var svona norðlensk rigning á okkur. Við skoðuðum okkur um á Gullna torginu og smökkuðum m.a. belgískt súkkulaði sem og belgískt flotbrauð. Allt svo sem í rólega gírnum

Hér má skoð örfáar myndir frá deginum

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!