Þá er komið að því að halda áfram með V.Í.N.-ræktina þetta sumarið. Nú er komið að hellaferð og það ekki af verri endanum. Að þessu sinni skal haldið ofan í jörðina í hellinn Búra sem er nokkuð magnaður eins og sjá má hér.
Þar sem haldið er í austurátt þá er auðvitað hittingur við Gasstöðina kl:19:00 komandi Týsdag og haldið sem leið liggur austur á boginn. Muna bara að koma með ljós og hjálm.
Kv
Jarðálfarnir