fimmtudagur, ágúst 02, 2012

Á fellinu hanz Viffa



Það bezta við að gera plön er að þeim er alltaf hægt að breyta henti það manni.
Nú síðasta þriðjudag var ætlunin að Hvergerðingurinn myndi leiðsegja okkur uppá sitt heimafjall sem ku vera Reykjafjall ofan Hveragerðis. En þar sem fararstjórinn skyndilega forfallaðist þar sem kauði var bara í vinnuferð upp við Sultartangalón þegar áttu að leggja í´ann. Þegar þetta kom upp á daginn var ákveðið að slá  þessu í kæruleysi og skella sér bara á Vífilsfell. En þarna voru:

Stebbi Twist
Krunka

á Polly


Vífilsfellið stóð alveg fyrir sínu í blíðviðrinu og varð á endanum ágætis hreyfing í bongóblíðu og útsýnið var alveg eftir því. Það þarf svo sem ekkert að hafa neitt fleiri orð um það og barasta láta myndir tala sínu máli hér

Kv
Göngudeildin