fimmtudagur, mars 01, 2012

Upphitun um helgina?



Rétt eins og glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á þá er ekki nema hálfur mánuður eða 14.dagar sem gera tvær vikur í hina árlegu skíða-og menningarferð til Agureyrish. Nú spyr maður; er ekki kominn tími á smá upphitun svo fólk komi nú ekki til með að líta út fyrir að vera meira fífl en venjulega. Reyndar er ekkert hægt að gera fyrir þá sem verða á telemarkskíðum því þeir líta alltaf út fyrir að vera fífl. Í bezta falli asnalegir. En hvað um það.
Skíðdeildin fékk þá flugu í höfuðið að reyna smala fólki í fjöllin um komandi helgi í hitting og skíðun. Hvort sem það er Bláfjöll eða Skálafell nema hvort tveggja verði. Kannski væri svo ekki vitlaust að grípa eins og eitt grill með og brúka það til upphitunnar á sunnlenskum pulsumNú væri gaman að fá smá álit þjóðarinnar um hvort það hafi áhuga á slíku og þá hvorn daginn, báða dagana eða hvot það vilji heldur Bláfjöll eða Skálafell. Koma svo og tjá sig. Skiptir þá engu hvort það er boðun eða afboðun

Kv
Skíðadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!