mánudagur, mars 19, 2012
Á skíðum...
Nú um síðustu helgi var hið árlega Telemarkfestival haldið í Hlíðarfjalli. Líkt og von er þá fór V.Í.N. líka í sína árlegu skíða-og menningarferð til Agureyrish. Því miður var nú heldur fámennt þetta árið en á ferðinni voru:
Stebbi Twist
Krunka
Plástradrottningin
Hvergerðingurinn
Maggi á móti
Elín Rita
Svo fyldu með tvo varahjól
Síðan er gaman að segja frá því að á svæðinu voru líka:
Gvandala Gústala
Oddný
og dætur
í samfloti með
Jökla Jolla
Auði
Úlfari Jökli
Óli Kalmann.
Það var skíðað eins lög gera ráð fyrir fös, laug og sun. Held að maður geti sagt með þokkalegri góðri samvizku að færið hefur sjaldan verið eins gott eins og á messudag ekki skemmdi svo veðrið fyrir. En það var svo sem ekkert að færinu heldur á laugardag nema skyggni var ansi takmarkað.
Svo var skemmtilegt að taka Apres Ski uppí Strýtuskála og renna sér niður á Skíðahótel beint á lokahofið. Þar sem V.Í.N. tók verðlaun fyrir bezta búning einstaklings. Þá hefur V.Í.N. náð að hirða amk ein verðlaun síðustu þrjú árin. Það er vel
En höfum þetta ekki lengra og látum myndir tala sínu máli hér
Kv
Skíðadeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!