mánudagur, mars 05, 2012

Skíðað í Skálafelli: Part 1Eins og sjá má hér á færslunni fyrir neðan þá var ætlunin að hefja upphitun fyrir skíða-og menningarferð til Agureyrish nú um rétt liðna helgi. Eftir smá vangaveltur var kýlt á að skella sér í Skálafell á laugardag og voru það fjórar manneskjur sem skunduðu upp í Mosfellsdal til þess að ástunda skíðamennsku. En það voru:

Stebbi Twist
Krunka
VJ
Eldri Bróðurinn

Þetta var sérdeilis aldeilis prýðilegt en undanbrautarfæri var frekar hart. Krunka æfði sig aðeins í Þelamerkursveiflunni og þegar matarhlé var þá var grillið tekið fram og skella á grindina pullum og samlokum. En allavega ef fólk hefur áhuga þá má skoða myndir frá laugardeginum hér

Kv
Skíðadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!