sunnudagur, mars 25, 2012

Nýju föt keisarans

Já komið öll sæl og blessuð

Í nýjustu V.Í.N.-ferðinni sem farin var í höfuðstað norðurlands um síðustu helgi kom upp sú umræða um hvort ekki væri kominn tími á nýjar V.Í.N.-peysur. Bæði eru margar af þessum gömlu orðnar slitnar sem og nýir limir hafa bæst í hópinn frá síðustu kaupum.
Það kom sú hugmynd að slá til með þessar peysur frá Cintamani, sem eru bæði til í karla- og kvennasniði. Skv einhverjum heimildum gætum við fengið 35% afslátt af útsöluverðinu og svo myndi auðvitað merking bætast við.
Nú ætlar tízkuráð bara að starta umræðunni og fá að heyra álit þjóðarinnar á þessu máli, hvort fólk sé til í þetta eða barasta ekki, eða hafi hugmyndir um annað eða aðrar peysur. Nú er bara um gjöra að vera ófeimin við að tjá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan

Kv
Tízkuráð

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!