þriðjudagur, mars 06, 2012

Skíðað í Skálafelli: Part 2



Eins og sjá má í tilkynningu hér í þarnæztu færzlu fyrir neðan var ætlunin að hita upp fyrir Agureyrish um síðustu helgi og það helst í Skálafelli. Eins og áður hefur verið sagt frá þá tókst það á laugardeginum og nú skal tilkynna að það hafðist líka á messudag. Það í Skálafelli líka. Aðeins fjölmennara var á messudag og einkar ánægjulegt að sjá fulltrúa yngri kynslóðar skíðadeildar í Fellinu. En þau sem létu sjá sig voru:

Stebbi Twist
Krunkhildur
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Maggi á móti
Elín
Andrés Þór
Birgir Björn.

Hetja dagsins var svo Maggi Brabra fyrir að draga Eldri Bróðurinn að landi eftir að kauði hafði skítið hressilega í rjómann með að gleyma gaskútnum sem við komust það þegar átti að hefja grill. En engu að síður eiga báðir ofangreindir aðilar þakkir skildar fyrir grill og að redda gasinu. En höfum þetta ekki lengra í bili og bendum bara á myndir hér

Kv
Skíðadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!