þriðjudagur, maí 03, 2011
Viðreynsla
Á verkalýðsdaginn var gerð heiðarleg tilraun til að fagna kommadeginum með að rölta á Botnsúlur nánar tiltekið á Syðstu-Súlu. Í þessari viðreynslu voru:
Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðurinn
Sveinborg
Þess má geta að Sveinborg var svo bjartsýn og hafði skíði sín meðferðis.
En skemmst er frá því að segja að það náði ekki að toppa og má segja að við hafi skítið aðeins í rjóman. En hvað um það. Eftir samráðsfund var ákveðið að snúa við í tæpum 900m þar sem við bókstaflega sáum ekki framfyrir buxnaklaufina á okkur. Meðan við þremenningarnir þrír röltum renndi Sveinborg sér alveg þanngað til að snjórinn kláraðist. Þrátt fyrir að við komum með skottið á milli lappanna í bæinn þá var þetta prýðis æfing í vetrarfjallamennsku þar sem ma við ,,klifum" eina snjóbrekku sem var ca 45-55°. En allavega þá er fyrir forvitna hægt að skoða myndir hér
Kv
Göngudeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!