mánudagur, maí 30, 2011
Múlinn hanz Grímza
Um síðustu helgi var haldið hið árlega Kótmót hjá föðurfjölskyldu Krunku. Vegna þess og svo átti sá sem þetta ritar reyndar líka áunnið yfirvinnufrí var það tekið út síðasta flöskudag. Svona svo maður kæmist nú í smá útilegu. Eftir stífan undirbúningsfund var skundað úr bænum ca kl 22:30 á fimmtudagskveldið og stefnan tekin eitthvert á vesturland með tjaldið í skottinu. Eftir að hafa komist að því að flest ef ekki öll tjaldsvæðin voru lokuð var endað við Krosslaug það kveldið. Þegar þangað var komið þá blés bæði mikið sem og rigndi svo lendingin var bara að sofa í Pollý.
10 klst síðar var ræs og haldið sem leið lá í kaupstaðinn til verzla þar nauðsynjavörur áður en verkefni dagsins skyldi leyst. En það var að rölta upp á Grímsstaðamúla á Mýrum. Skemmst er frá því að segja að 12 km síðar og eftir ca 3 klst var búið að toppa hólinn og skila sér aftur niður í Pollý. Nú var bara að koma sér í Dalina. Þegar þanngað var komið var gerð tilraun til að skola af sér svitann í Grafarlaug en sökum skorts á vatni þar var það ógjörlegt og í sárabætur var bara skellt sér í Guðrúnarlaug. Svo er ekkert mikið meira að segja því rennt var svo bara í Þrándarkot, grillað þar, sötrað öl og farið svo að sofa. Undirritaður fór svo aftur í bæinn frekar snemma á laugardeginum vegna annara gleðihalda.
En hafi einhver hinn minnsta áhuga má sjá myndir hérna
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!