þriðjudagur, maí 10, 2011
Hnúkurinn gnæfir
Nú um nýliðna helgi var haldið í Skaftafell með það fyrir stafni að koms nillunum upp á hæðsta punkt landsins. Þar sem Litli Stebbalingurinn var svo heppinn að eiga kveldvakt á flöskudag var því ekki lagt af stað fyrr að vinnu lokinni sem var á miðnætti. Það kom að sjálfu sér ekki að sök því vegna veðurs var uppgöngu frestað fram að síðdegi laugardags og stóð það. En tveir V.Í.N.-liðar fóru og fyrir var einn á svæðinu, sem ætlaði á Hrútfjallstinda, ásamt einum góðkunningja. En þetta voru
Stebbi Twist
Krunka (sem ætlaði ekki með á toppinn)
Benfield
Matti Skratti
Lagt var í´ann frá Sandfelli kl:18:45. Því er óhætt að segja að þetta hafi verið aðeins öðruvísi en síðast, þegar Stebbalingurinn toppaði (þá í fyrsta og eina skiptið), fyrir 2.árum. Það var síðan toppað kl:02:45 aðfararnótt messudags og var maður þar í ljósaskiptunum. Það er svolítið magnað að koma að Hnúknum á þessum tíma og birtuskilyrðum svo ekki sé talað um að fylgjast með sólarupprásinni þar. En hvað um það ef einhver nennir og vill skoða myndir má gjöra það hér
Kv
Göngudeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!