mánudagur, maí 10, 2010
1, 2, 3
Eftir að 35.tinda verkefnið hafi legið í dvala nú um nokkra vikna skeið er kominn tími að blása smá lífi í blessað verkefnið. Þeir tindar sem rölt hefur verið á hafa flestir skyndiákvörðun og ekki gefist tími til að auglýsa það en nú er gjörð bragarbót á því. Verður svo vonandi í framtíðinni amk á þeim flestum.
Því hefur undirritaður ákveðið að notfæra sér næzta jesúfrídag, sem ku vera uppstillingardagur, og rölta á Þríhyrning. Ef maður er heppinn þá ætti maður að fá ágætis sýn á gosmökkinn. En hvað um það. Ekki nóg með þá er maður líka farinn að sakna þess að sofa í tjaldi svo löngunin er að fara á miðvikudagskveldið og finna sér hentugan gististað og slá þar uppi tjaldi.
Hver sem er er velkomin með, hvort sem það bara í gönguna sjálfa eða allann pakkann
Kv
Stebbi Twist
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!