Fyrst drengurinn er kominn upp þann áfanga að hafa náð í dag fimmta tindinum og því bara 30 eftir. Því er um að gjöra að halda verkefninu áfram og er stefnan sett á að halda á næzta koll núna komandi laugardag. Þar sem stefnan er að stunda verðmætasköpun á laugardag er ætlunin að hafa það bara rólegt og auðvelt. Ætlunin er að skunda á Eyrarfjall í Hvalfirði og eru áhugasamir velkomnir með. Tímasetning verður auglýst síðar verði áhugi á því.
Kv
Stebbi Twist
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!