sunnudagur, maí 16, 2010

Sexti tindurinn



Rétt eins og fram kom hér var ætlunin að tölta upp á Eyrarfjall í gæluverkefni mínu. Skemmst er frá því að segja að svo var gjört í sól, logni, roki og skýjuðu. Fengum allt það bezta sem íslenkst veðurfar hefur upp á að bjóða. En hvað um það. Líkt og í öll hinn fimm skiptin þá voru bara tveir einstaklingar sem fóru og alltaf eru þetta þeir tveir sömu en þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Krunka

Sá svo Pollý um almenningssamgöngur og þá báðar leiðir.
Þetta var tæplega tveggja tíma rólegheita ganga sem reyndist hálf erfitt að finna toppinn en telja má örugg að hægsti bletturinn hafi fundist. En hvað um það.
Nenni einhver að skoða þá eru myndir hérna
Kv
Stebbi Twist

P.s Skrapp svo í Valshamar með Steina Spil í dag og föðmuðum við aðeins klettana þar. Myndir frá deginum í dag eru hér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!