þriðjudagur, maí 25, 2010
Egg og egg
Núna um hvítasunnuhelgina skunduðu við núbbarnir í einskonar útskriftarferð. Ætlunin var að ganga á fjall og það ekki af verri endanum eða Þverártindsegg. Þar sem Litli Stebbalingurinn átti kveldvaktarviku í síðustu viku þá var honum gerður þann greiði að bíða eftir kauða og ekki lagt í´ann fyrr en rétt eftir miðnætti og það á Lata Róbert. Þarna voru tveir V.Í.N.-liðar og það voru:
Stebbi Twist
Krunka
En fyrr um daginn höfðu fjórir aðrir V.Í.N.-liðar farið austur í Suðursveit og V.Í.N.-línuna fylltu:
Jarlaskáldið
Maggi Móses
VJ
HT
Þar sem ekki var lagt af stað úr bænum fyrr en eftir að laugardagur hafði runnið upp sótti okkur þreytta á leiðinni og við Svínafell í Öræfum var farið út í kant og bívakað þar við þjóðveginn í tæpa þrjá tíma.
Þegar klukkan var svo vel farin að ganga eitt á laugardeginum hófst loks fjallgangan. Óhætt er að segja að ganga þessi sé æði mögnuð og brött en skemmtileg eftir því. Því síður var veðrið að skemma fyrir. Þar sem bongóblíða var þá var að sjálfsögðu fækkað klæðum og skokkað upp á sjálfan toppinn.
V.Í.N.-línan var ca klst á undan okkur og toppuðu því aðeins á undan en við vorum síðasta línan amk þennan daginn og þvílík silld
Eftir niðurkomu renndum við í bústaðnum hjá VJ og til að henda á grillið. Slegið var svo upp tjöldum á Hnappavöllum. Hér kemur svo skemmtileg saga því Edda Björk hringdi aðfararnótt sunnudags og spurði hvort við ættum nokkuð ólabrodda sem við gætum séð af eins og einn dag. Það vildi svo skemmtilega til að við gátum séð af broddum og eftirlét Hrabbla sínum til vinkonu Eddu, svo broddarnir hennar Hröbbu toppuðu tvisvar.
Sunnudeginum var svo eytt á Hnappavöllum í rólegheitum með klifri öðruhverju í nokkrum leiðum. Það var svo um kveldmatarleytið sem farið var í bæinn en með stutti kaffistoppi hjá Einari Ísfeld og Glacier Guides
Eftir alla þessa lesningu og ef einhver er ennþá að lesa þetta má benda þeim einstaklingi á að nálgast má myndir úr túrnum hér
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!