miðvikudagur, desember 05, 2007

Nú er potturinn 6-faldur

Það ætti nú tæpast hafi farið framhjá nokkrum manni að jólin eru komin í Ikea og það fyrir þónokkru síðan.
Við það tækifæri fór göngudeildin að hugsa sér til hreyfings, nú er það er farið að halla niður í móti. Það væri jú líka jafnvel hugmynd um að taka jólahjólareiðtúr um borgina nú í miðjum jólaundirbúningnum. Svona ef aðstæður leyfa hjólreiðar.
Hvað um það. Rétt eins og vanalega þá er orðið laust um hvert skal halda og hvort hjólhestahugmyndin fái hljómgrunn eða ekki.

Ekki var neitt fjall klifið um síðustu helgi. Rétt eins og flestum var kunnugt var göngudeildin á námskeiði í aðventukransagerð á Agureyrish um síðustu helgi.
En laugardaginn þar á undan var farið í útsýnistúr og var Lambafell fyrir valinu. Það voru þrjár kempur sem slitu gönguskónum í það skiptið. En það voru

Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Danni Djús.

Sá Djúsinn um samgöngur.

Fínasti túr í kulda, ekki nærri eins kalt og á Vífilsfelli þar á undan, en björtu veðri. Skáldið var vopnað myndavél eins og sjá má hér.

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!