miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Laugardagslögin



Nú þegar komið er miðvika og þá er göngudeildin farin að iða í tánum og hugsa sér til hreyfings. Vinir okkar á Bústaðaveginum hafa lofað þokkulegu veðri komandi laugardag og því upplagt að koma sér í stuð fyrir Laugardagslögin með laufléttri laugardagsgöngu á eitthvert fellið/fjallið í nágrenni höfuðborgarinnar.
Munið svo að orðið er laust hafi áhugasamir hugmyndir með hvert skal arka.

Líkt og hér má sjá var stefnan tekin upp á við síðasta laugardag. Þrátt fyrir kulda og trekk þá var farið af stað og á Vífilsfell. Eins og bæjarstjórinn myndi orða það ,,Það er gott að ganga á fjöll í Kópavogi´´. Hvað um það.
Það voru þrír galvaskir sveinar sem létu ekki norðanátt aftra sér. En þeir voru

Stebbi Twist
VJ
Danni Djús.

Fararskjóti var Jenson

Líkt og sjá má á mynd að ofan náðu allir toppinum og það var kalt á toppinum. Reyndar ekki eins kalt og var á niðurleiðinni. Það er reyndar önnur saga sem ekki verður sögð hér.
Svo þegar til byggða var komið ljúft að endurheimta hita í útlimi með sundferð að göngu lokinni.

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!