sunnudagur, september 23, 2007

Innantómt bull

Þrátt fyrir að hinni opinberu V.Í.N.-rækt sé formlega lokið a.m.k þetta árið. Rétt eins og landslýð ætti að ljóst fyrir nokkru síðan. Þá af gömlum vana hefur undirritaður ekki séð sér annað fært nema setjast niður fyrir framan tölvuna og krassa niður nokkur fátækleg orð á stafrænu formi. Þetta er líka gjört til að koma í veg fyrir að seinna í kveld fari að renna niður bakið kaldur sviti og titringur í höndum. Þar hafið þið það.

Fyrst maður er á annað borð byrjaður þá er ekki úr vegi að minna á La Grand Buffet. Eins og hér kom fram þá er búið að ákveða dagsetningu þó svo að staðsetning sé ekki orðin endanlega. Það er verið að vinna í því. Svo að allir ættu að vita hvert á að fara til að borða á sig gat.
Að því gefnu má benda fólki á að halda sig á minningarakreininni og skoða þetta. Þetta voru tímarnir.

Þangað til síðar.
Góðar stundir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!