mánudagur, janúar 22, 2007

Bókmenntahornið

Kæru lesendur, biðin er á enda. Það er komið að næsta kafla í hinni æspennandi framhaldssögu, Sauðir í jeppa:



Þegar við skildum við vini okkar sauðina síðast voru þeir heldur betur í vanda staddir, jeppinn fastur í forarpytti. En sauðirnir dóu þrátt fyrir allt ekki ráðalausir, heldur drógu fram spottann og reyndu að kippa jeppanum upp úr svaðinu:



En nei, allt kom fyrir ekki, sauðirnir höfðu einfaldlega ekki nægilegt afl til að losa jeppann. Ætli sauðirnir séu japanskir? Og hvað er nú til ráða?



Þegar neyðin er stærst er oft hjálpin næst: vinir þeirra svínin voru eins og þeirra er von og vísa svamlandi um í drullupollinum og voru meira en til í að veita aðstoð sína:



Og svínin fóru létt með að losa jeppann úr drullunni, sauðirnir fögnuðu, og gátu haldið för sinni áfram:



En er ævintýrum og óförum sauðanna lokið? Síðasti kafli framhaldssögunnar verður birtur næst, farið ekki langt!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!