Við höldum áfram þar sem frá var horfið í hinni æsispennandi framhaldssögu um ævintýri sauðanna í jeppanum. Þar sem við hættum síðast voru sauðirnir í vanda staddir, jeppinn stopp og ekki vitað hvað skyldi til bragðs taka. Hvað ætli gerist næst?
Nei, sauðirnir dóu sko alls ekki ráðalausir, heldur stukku út úr jeppanum, og bjuggu sig undir að ýta honum af stað:
Þeir ýttu og ýttu, og ýttu og ýttu, en gleymdu alveg að horfa fram fyrir sig á meðan. Þetta getur ekki endað vel:
Og jeppinn rann niður bröttu brekkuna, og festist ofan í miklu forarsvaði. Hvað í ósköpunum geta vinir okkar sauðirnir gert til að bjarga sér úr þessum vanda?
Fylgist spennt með, næsti kafli verður birtur innan tíðar!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!