fimmtudagur, desember 14, 2006



Sunnudagsgöngutúrinn



N.k. sunnudag eða 17.des, viku fyrir jól og ammæli Stóra Stúfs, stefnir Göngudeildin á að halda til fjalla. Hugsanlega verður farið á Skálafell í Mosfellsdal, Stóra-Kóngsfell eða bara eitthvað allt annað fjall, fell eða hóll það kemur allt í ljós.
Brottför er áætluð um hádegisleytið eða strax eftir messu. Um að gjöra að nýta þessa litlu dagsbirtu sem er núna í svartasta skammdeginu.

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!