Var að spá hvort einhver stemning væri fyrir því að fara á komandi laugardag í Hafnarfjörð en að sjálfsögðu myndum við fara út úr honum við fyrsta tækifæri og taka stefnuna á Sandgerðishrepp.
Að vísu ekki í þeim tilgangi, í þetta skiptið alla vega, til þess að kíkja á sveitakrána á Miðnesheiði heldur athuga með hvort ekki sé hægt að finna eitthvað strandgoss. Fyrst að indverska prinsessan er flutt þaðan burt. Svo væri etv hægt sé vilji fyrir hendi að taka smá rúnt um Reykjanesið í leiðinni.
Bara svona smá hugmynd með afþreyingu á laugardag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!